21. mars
dagsetning
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
21. mars er 80. dagur ársins (81. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 285 dagar eru eftir af árinu.
Áramót eru 21. mars í ýmsum trúarbrögðum svo sem sóróisma, súfisma og baháítrú.
Í kaþólsku kirkjunni var þetta dagur vorjafndægra sem markaði upphaf Páskahátíðarinnar en eiginleg vorjafndægur voru breytileg þar til Gregoríus 13. páfi breytti tímatalinu þannig að vorjafndægur bæri alltaf upp á 21. mars árið 1582.
Atburðir
breyta- 867 - Samkvæmt engilsaxneskum annálum féllu Ella af Norðymbralandi og Osbert af Norðymbralandi báðir í bardaga við her Ragnarssona.
- 1152 - Hjónaband Loðvíks 7. Frakkakonungs og Elinóru af Akvitaníu var ógilt af páfa.
- 1226 - Gregoríus 9. varð páfi.
- 1413 - Hinrik 5. tók við konungdómi í Englandi.
- 1556 - Thomas Cranmer, erkibiskup af Kantaraborg, var brenndur á báli.
- 1734 - Jarðskjálftar urðu á Suðurlandi, með þeim afleiðingum að sjö eða átta menn fórust og tíu bæir hrundu til grunna en um 60 bæir skemmdust, mest í Ölfusi, Flóa og Grímsnesi.
- 1848 - Um 10.000 mótmælendur gengu fylktu liði að Kristjánsborgarhöll og mótmæltu stjórn Friðriks 7. Danakonungs.
- 1857 - Jarðskjálfti í Tókýó í Japan varð yfir 100.000 manns að bana.
- 1871 - Blaðamaðurinn Henry Morton Stanley lagði upp í leiðangur í leit að trúboðanum og landkönnuðinum David Livingstone.
- 1874 - Amtmannsstofan á Möðruvöllum í Hörgárdal brann til grunna, en hún hafði komið í stað húss, sem þar brann tæpri hálfri öld áður (6. febrúar 1826).
- 1881 - Frost mældist 40 °C á Akureyri og var það met þennan vetur, sem var mikill frostavetur. Metið er ekki viðurkennt.
- 1933 - Þing kom aftur saman í Þýskalandi eftir brunann í þinghúsinu og samþykkti að binda endi á Weimar-lýðveldið.
- 1953 - Antonín Zápotocký tók við embætti forseta Tékkóslóvakíu. Viliam Široký varð forsætisráðherra.
- 1960 - Fjöldamorð í Sharpville í Suður-Afríku er lögregla hóf að skjóta á óvopnaða svarta mótmælendur og drápu 69 en 180 særðust.
- 1968 - Í Vestmannaeyjum mældist 90 cm djúpur snjór og þekkjast ekki önnur dæmi slíks þar.
- 1970 - Dana, írsk söngkona, vann 15. söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin var í Amsterdam, með laginu „All Kinds of Everything“.
- 1970 - Fyrsti Dagur jarðar var haldinn hátíðlegur.
- 1973 - Stofnaður var fólkvangur í Bláfjöllum. Hann liggur bæði að Reykjanesfólkvangi og Heiðmörk.
- 1973 - Í Danmörku slitnaði upp úr kjarasamningum og 750.000 verkamenn hófu verkfall.
- 1974 - Forseti sameinaðs Alþingis tók við undirskriftum um 55.500 Íslendinga, sem mótmæltu hugsanlegri uppsögn varnarsamnings við Bandaríkin. Undirskriftasöfnunin var kölluð „Varið land“.
- 1975 - Flokkurinn Inkatha var stofnaður í Suður-Afríku.
- 1977 - Neyðarlögum var aflétt á Indlandi.
- 1980 - Ólympíuleikarnir voru haldnir í Moskvu. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti ákvað að Bandaríkjamenn tækju ekki þátt í þeim til þess að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Afganistan.
- 1982 - Í Vestmannaeyjum var tekin í notkun hitaveita, sem nýtti varmaorku úr hrauninu, sem upp kom í gosinu 1973. Var þetta eina hitaveita sinnar tegundar í heiminum.
- 1985 - Kanadíski íþróttamaðurinn Rick Hansen hóf Man in Motion-leiðangurinn sem safnaði 25 milljónum dala fyrir rannsóknir á mænuskaða.
- 1990 - Namibía fékk sjálfstæði frá Suður-Afríku.
- 1996 - Íslenska kvikmyndin Draumadísir var frumsýnd.
- 1999 - Bertrand Piccard og Brian Jones urðu fyrstir manna til þess að fljúga umhverfis jörðina í loftbelg með heitu lofti.
- 2007 - Eldur kom upp í klipparanum Cutty Sark og skemmdist skipið nokkuð.
- 2007 - Stjórn Marshalleyja lýsti yfir neyðarástandi vegna vatnsskorts.
- 2010 - Bæir í Fljótshlíð og undir Eyjafjöllum voru rýmdir vegna þess að eldgos var hafið í Fimmvörðuhálsi við Eyjafjallajökul.
- 2011 - Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sögðu sig úr þingflokki Vinstri grænna.
- 2014 - Krímskagi var formlega innlimaður í Rússland.
- 2015 - Forseti Jemen, Abd Rabu Mansur Hadi, lýsti Aden höfuðborg ríkisins.
- 2016 - Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn dæmdi kongóska varaforsetann Jean-Pierre Bemba sekan um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.
- 2016 - Barack Obama heimsótti Kúbu, fyrstur Bandaríkjaforseta frá 1928.
- 2019 - 78 fórust og yfir 600 slösuðust í sprengingu sem varð í efnaverksmiðju í Xiangshui í Kína.
- 2022 - China Eastern Airlines flug 5735 hrapaði í Guangxi með þeim afleiðingum að 133 fórust.
Fædd
breyta- 1306 - Róbert 2., hertogi af Búrgund (f. 1248).
- 1551 - María Anna af Bæjaralandi, erkihertogaynja af Austurríki (d. 1608).
- 1626 - Pedro de Betancur, spænskur trúboði (d. 1667).
- 1666 - Jón Vídalín, Skálholtsbiskup (d. 1720).
- 1685 - Johann Sebastian Bach, þýskt tónskáld (d. 1750).
- 1768 - Jean Baptiste Joseph Fourier, franskur stærð- og eðlisfræðingur (d. 1830).
- 1806 - Benito Juárez, forseti Mexíkó (d. 1872)
- 1896 - Friedrich Waismann, austurrískur vísindamaður (d. 1959).
- 1909 - Gissur Ólafur Erlingsson, íslenskur skjalaþýðandi (d. 2013).
- 1919 - R.M. Hare, enskur siðfræðingur (d. 2002).
- 1924 - Elsa E. Guðjónsson, íslenskur sagnfræðingur (d. 2010).
- 1943 - Jean-Claude Fournier, franskur teiknimyndasagnahöfundur.
- 1947 - Ali Abdullah Saleh, forseti Jemen (d. 2017).
- 1950 - Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
- 1954 - Prayut Chan-o-cha, forsætisráðherra Taílands.
- 1955 - Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
- 1958 - Gary Oldman, enskur leikari.
- 1959 - Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
- 1962 - Matthew Broderick, bandarískur leikari.
- 1964 - Sigurbjörn Þorkelsson, íslenskur rithöfundur.
- 1970 - Moacir Rodrigues Santos, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1980 - Ronaldinho, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1991 - Antoine Griezmann, franskur knattspyrnumaður.
- 1993 - María Ólafsdóttir, íslensk söngkona.
Dáin
breyta- 1201 - Absalon erkibiskup (f. 1128).
- 1306 - Róbert 2., hertogi af Búrgund (f. 1248).
- 1556 - Thomas Cranmer, erkibiskup af Kantaraborg (f. 1489).
- 1617 - Pocahontas, indíánaprinsessa (f. um 1595).
- 1670 - Guðmundur Erlendsson, prestur á Felli í Sléttahlíð (f. 1591).
- 1729 - John Law, skoskur hagfræðingur (f. 1671).
- 1762 - Nicolas-Louis de Lacaille, franskur stjarnfræðingur (f. 1713).
- 1801 - Andrea Luchesi, ítalskt tónskáld (f. 1741).
- 1852 - María Danadrottning, kona Friðriks 6. (f. 1767).
- 1994 - Alfred Jolson, kaþólskur biskup á Íslandi (f. 1928).
- 2000 - Magnús Ingimarsson, íslenskur tónlistarmaður (f. 1933).
- 2013 - Chinua Achebe, nigeriskur rithofundur (f. 1930).
- 2021 - Nawal El Saadawi, egypsk kvenréttindakona (f. 1931).