Fara í innihald

Verkfall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 28. mars 2023 kl. 17:20 eftir Snævar (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. mars 2023 kl. 17:20 eftir Snævar (spjall | framlög)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Átök lögreglu og verkafólks í Teamsters-verkfallinu í Minneapolis í Bandaríkjunum 1934

Verkfall er skipulögð vinnustöðvun launafólks í fyrirtæki, starfsgrein(um) eða iðnaði til að ná fram til dæmis launahækkun eða bættum vinnuskilyrðum yfirleitt hjá starfsfólki sem fer í verkfall en stundum til að þrýsta á annarra vinnuveitendur, þá kallað "samúðarverkfall". Verkbann er samsvarandi vinnustöðvun að undirlagi atvinnurekenda. Verkföll urðu fyrst almennt notuð í réttindabaráttu launafólks í Iðnbyltingunni þegar þörf skapaðist fyrir mikið af vinnuafli í verksmiðjum.

Verkfall getur verið ótímabundið eða tímabundin aðgerð en þá jafnvel endurtekin, hugsanlega reglulega. Stundum neita starfsmenn að vinna yfirvinnu, sem er strangt til tekið ekki verkfall.

Dæmi um verkföll

[breyta | breyta frumkóða]

Langvinn verkföll á Íslandi hafa t.d. átt sér stað í vinnudeilum kennara. Verkfall grunnskólakennara 2004 og 1995 stóðu í meira en mánuð.

Á árinu 2015 fóru læknar, hjúkrunarfræðingar, starfsmenn SFR, lögreglan og Sjúkraliðafélag Íslands í verkfall.

Sjómenn fóru í verkfall á árinu 2001, og í 10 vikur frá miðjum desember 2016 fram í febrúar 2017.

BHM fór í verkfall 1984. Framhaldsskólakennarar fóru í verkfall 1995.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.