1335
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1335 (MCCCXXXV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- (líklega) Pétur Halldórsson varð lögmaður norðan og vestan.
Fædd
Dáin
- Þorsteinn Illugason á Grenjaðarstað, mikill hagleiksmaður, snjall í bókagerð og teikningu og kallaður krossasmiður.
Erlendis
- Október/nóvember - Blanka af Namur kom til Noregs og giftist Magnúsi smek Eiríkssyni Noregskonungi.
- 30. nóvember - Menn Davíðs 2. Skotakonungs unnu sigur á her Játvarðs Balliol.
- Bannfæringu á Friðrik 3. Sikileyjarkonungi og ríki hans var aflétt.
- Karl 1. Ungverjalandskonungur gerði bandalag við Pólverja gegn Habsborgurum og Bæheimi.
- Þrælahald var afnumið í Svíþjóð.
Fædd
- 24. maí - Margrét af Bæheimi, Ungverjalandsdrottning, kona Loðvíks 1. (d. 1349).
Dáin
- 2. apríl - Hinrik Bæheimskonungur (f. um 1265).