Fara í innihald

Áblástur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Áblástur (frunsa) við munn.
Kynfæraáblástur á kynfærum konu.
Kynfæraáblástur á kynfærum karlmanns.

Áblástur (oft nefnt frunsa eða herpes eftir staðsetningu) er útbrot vegna herpes-veirunnar Herpes simplex. Vessafyltar bólur geta komið fram á vörum, og kallast þá frunsa, eða á kynfærum og kallast þá kynfæraáblástur eða herpes.

Til eru tvær gerðir: Gerð 1 sýkir oftar munn, og kallast þá frunsa, en gerð 2 sýkir oftar kynfæri. Báðar gerðir af herpes geta þó auðveldlega sýkt bæði munn og kynfæri. Margir fá ekki einkenni vegna herpes, sumir fá aðeins mild einkenni. Einkenni koma vanalega fram 2 til 20 dögum eftir sýkingu og vara í tvær til fjórar vikur. Þeir sem fá einkenni fá litlar vökvafylltar blöðrur á húð. Einkennunum geta fyllt höfuðverkur, kláði á útbrotsstað, sársauki við þvaglát, eða einkenni lík flensu.

Hægt er að smitast af herpes með kossum, samförum, munnmökum, eða annars konar snertingu slímhúðar við útbrotin. Sýkingin liggur í dvala á milli þess sem hún blossar upp að nýju. Fyrsta kastið er oft það versta, seinni köst eru oft mildari. Ekki er til lækning við herpes, en til eru lyfjameðferðir til að draga úr einkennum.

Margir smitast af áblæstri á munn sem börn. Í Bandaríkjunum eru um 50% með munnáblásturs-sýkingu, og um 12% með kynfæraáblásturs-sýkingu. Með smokkanotkun má draga úr hættu á smiti kynfæraáblásturs.