1673
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1673 (MDCLXXIII í rómverskum tölum) var 73. ár 17. aldar sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en miðvikudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 7. júní - Þriðja stríð Englands og Hollands: Fyrsta orrustan við Schooneveld átti sér stað þar sem Hollendingar sigruðu enska og franska flotann undir stjórn Róberts Rínarfursta.
- 14. júní - Önnur orrustan við Schooneveld þar sem hollenski flotinn sigraði sameinaðan flota Englendinga og Frakka í annað skipti.
- 6. júlí - Franskur her lagði Maastricht undir sig.
- 11. júlí - Holland og Danmörk gerðu með sér varnarsamning.
- 9. ágúst - Hollensk skip náðu New York-borg aftur á sitt vald.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Hávamál komu fyrst út á prenti í Kaupmannahöfn í útgáfu Resens.
- Fjöldi húsa brann á Þinganesi í Þórshöfn í Færeyjum.
- Mitsui Takatoshi stofnaði kímonóverslun í Jedó (Tókýó) sem síðar varð stórveldið Mitsui.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júní - Louise-Françoise de Bourbon, frönsk prinsessa (d. 1743).
- 11. ágúst - Richard Mead, enskur læknir (d. 1754).
- 30. desember - Akmeð 3. Tyrkjasoldán (d. 1736).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 17. febrúar - Molière, franskt leikskáld (f. 1622).
- 17. ágúst - Regnier de Graaf, hollenskur læknir (f. 1641).
- 13. október - Christoffer Gabel, höfuðsmaður Færeyja (f. 1617).
- 15. desember - Margaret Cavendish, enskur rithöfundur (f. 1623).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Bjarni Sveinsson hálshogginn á Alþingi fyrir blóðskömm, eftir að valda þungun stjúpdóttur sinnar, Sigríðar Þórðardóttur. Bjarni játaði fyrir aftökuna að hafa nauðgað stúlkunni. Henni var drekkt ári síðar, á Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu, til refsingar vegna sömu atvika.
- Eyjólfur Arason hengdur í Húnavatnsþingi fyrir þjófnað. Hann var 38 ára, sagður „frækinn“ og „listamaður“.
- Guðrúnu Skaftadóttur Hamri á Hjarðarnesi drekkt í Vaðalsá, Vestur-Barðastrandarsýslu, fyrir dulsmál.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Upplýsingar um framangreindar aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.