1934
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1934 (MCMXXXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 16. janúar - Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar.
- 27. janúar - 3 létust í snjóflóði við Búðanes utan við Flateyri.
- Mars - apríl - Eldgos varð í Grímsvötnum.
- 7. maí - Borðeyrardeilan hófst. Hún snerist um samningsrétt félaga í verkalýðsfélagi í Hrútafirði.
- 2. júní - Dalvíkurskjálftinn. Skemmdir urðu á byggingum.
- 24. júní - Alþingiskosningar haldnar.
- 14. desember - Golfklúbbur Reykjavíkur var stofnaður.
- Jónas frá Hriflu varð formaður Framsóknarflokksins.
- Þjóðernishreyfing Íslendinga, stjórnmálasamtök höll undir nasista var stofnuð.
- Ungmennafélagið Sindri á Hornafirði var stofnað.
Fædd
- 5. júní - Vilhjálmur Einarsson, skólastjóri og frjálsíþróttamaður (d. 2019).
- 14. ágúst - Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, forsetafrú (d. 1998).
- 1. september - Ketill Larsen, leikari (d. 2018)
- 20. september - Sophia Loren, ítölsk leikkona.
- 22. september - Ragnar Bjarnason, söngvari (d. 2020)
- 23. október - Hilmar Þorbjörnsson, spretthlaupari (d. 1999).
Dáin
- 25. febrúar - Björg Karítas Þorláksdóttir, fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsnámi (f. 1874).
- 30. mars - Finnur Jónsson, málfræðingur (f. 1858).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 15. janúar - Jarðskjálfti í Nepal og Bihar, Indlandi. 6.000-10.000 létust.
- 12. febrúar - 16. febrúar - Austurríska borgarastríðið; um 250 létust þegar hægri ríkisstjórnin og sósíalistar börðust.
- 23. febrúar - Leópold 3. varð konungur Belgíu eftir lát föður síns, Alberts 1.
- 7. apríl - Skoski þjóðarflokkurinn var stofnaður.
- 21. apríl - Meint mynd var birt af Loch Ness-skrímslinu í Skotlandi.
- 23. maí - Útlagarnir Bonnie og Clyde voru skotin af lögreglu í Bandaríkjunum.
- 27. maí - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1934 hófst á Ítalíu. Heimamenn vinna mótið.
- 14. júní - Adolf Hitler og Benito Mussolini funduðu fyrst.
- 30. júní - Nótt hinna löngu hnífa: Andstæðingar Hitlers í nasistaflokknum voru myrtir.
- 25. júlí - Austurrískir nasistar myrtu kanslara Austurríkis, Engelbert Dollfuss, í valdaránstiltaun.
- 19. september - Sovétríkin gengu í Þjóðabandalagið.
- 6. október - Forseti Katalóníu. Lluís Companys, lýsti yfir sjálfstæði Katalóníu en spænskir hermenn bæla niður tilraunina og Companys var handtekinn.
- 27. desember - Persía varð Íran.
- Andrés Önd birtist fyrst í teiknimynd.
- Securitas var stofnað í Svíþjóð.
- Primeira Liga, efsta deild knattspyrnu, var stofnuð í Portúgal.
Fædd
- 9. mars - Júrí Gagarín, fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn (d. 1968).
- 25. mars - Gloria Steinem, bandarísk blaðakona, femínisti og aðgerðasinni.
- 6. júní - Albert 2. Belgíukonungur.
- 11. júní - Hinrik prins af Danmörku (d. 2018)
- 19. september - Brian Epstein, umboðsmaður Bítlanna (d. 1967)
- 21. september - Leonard Cohen, kanadískur tónlistarmaður (d. 2016)
- 28. september - Brigitte Bardot, frönsk leikkona.
- 9. nóvember - Carl Sagan, bandarískur stjörnufræðingur, rithöfundur og sjónvarpsmaður (d. 1996).
- 19. desember - Pratibha Patil, forseti Indverja.
- 28. desember - Maggie Smith, bresk leikkona.
Dáin
- 4. júlí - Marie Curie-Skłodowska, pólskur efnafræðingur og tvívegis Nóbelsverðlaunahafi (f. 1867).
- Eðlisfræði - Voru ekki veitt þetta árið.
- Efnafræði - Harold Clayton Urey
- Læknisfræði - George Hoyt Whipple, George Richards Minot, William Parry Murphy
- Bókmenntir - Luigi Pirandello
- Friðarverðlaun - Arthur Henderson