22. desember
Útlit
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
22. desember er 356. dagur ársins (357. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 9 dagar eru eftir af árinu. 22. desember er stundum kallaður Hlakkandi.[1]
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 69 - Vitellíus var drepinn af Vespasíanusi.
- 401 - Heilagur Innósentíus varð páfi.
- 904 - Zhu Wen drap Zhaozong keisara í Kína og tók sjálfur völdin.
- 1135 - Stefán af Blois varð Englandskonungur.
- 1168 - Kalífinn lét brenna Kaíró vegna ótta við að krossfarar myndu leggja hana undir sig. Borgin brann í 54 daga.
- 1603 - Ahmed 1. varð soldán í Tyrkjaveldi.
- 1800 - Páll 1. Rússakeisari undirritaði yfirlýsingu um að Georgía yrði hluti af Rússaveldi.
- 1894 - Alfred Dreyfus var dæmdur sekur um landráð.
- 1897 - Í turni Dómkirkjunnar í Reykjavík var sett upp stundaklukka, sem Thomsen kaupmaður gaf og er hún þar enn.
- 1907 - U.M.F. Hvöt var stofnað í Grímsnesi.
- 1919 - Síðustu dómarnir voru kveðnir upp í Landsyfirrétti.
- 1922 - Fyrirtækið Bræðurnir Ormsson var stofnað í Reykjavík.
- 1945 - Ný Ölfusárbrú var tekin í notkun.
- 1947 - Stjórnarskrá Ítalíu var samþykkt af stjórnlagaþinginu.
- 1970 - Líbýska byltingarráðið lýsti því yfir að allar bankainnistæður í landinu yrðu þjóðnýttar.
- 1978 - Bandaríski raðmorðinginn John Wayne Gacy var handtekinn í Chicago.
- 1982 - Indlandshafsráðið var stofnað.
- 1984 - Forsætisráðherra Möltu, Dom Mintoff, sagði af sér.
- 1987 - Ný lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík gekk í gildi og leysti af hólmi aðra, sem var meira en hálfrar aldar gömul.
- 1988 - Brasilíski aðgerðasinninn Chico Mendes var myrtur.
- 1988 - New York-samningarnir voru undirritaðir milli Kúbu, Angóla og Suður-Afríku þar sem Sameinuðu þjóðirnar fengu stjórn Namibíu.
- 1989 - Ion Iliescu varð forseti Rúmeníu.
- 1990 - Löggjafarþing Króatíu samþykkti núverandi stjórnarskrá Króatíu.
- 1990 - Marshall-eyjar og Míkrónesía urðu sjálfstæð ríki þegar umsjón Sameinuðu þjóðanna lauk.
- 1990 - Pólska útlagastjórnin í London var lögð niður.
- 1991 - Vopnaðir stjórnarandstöðuhópar hófu árásir á stjórnarbyggingar í Georgíu til að steypa Zviad Gamsakhurdia af stóli.
- 1992 - Ógnarskjalasafnið (s. Archivos del Terror), listi yfir andstæðinga hægrisinnaðra ríkisstjórna í Suður-Ameríku á tímum Kalda stríðsins sem voru myrtir, fangelsaðir eða hurfu, fannst í Asúnsjón, höfuðborg Paragvæ.
- 1997 - Vopnaður hópur myrti 45 frumbyggja í messu í Chiapas í Mexíkó.
- 2000 - Þremur málverkum eftir Rembrandt var stolið frá Nationalmuseum í Stokkhólmi.
- 2001 - Borgaraleg starfstjórn undir forsæti Hamid Karzai tók við völdum í Afganistan.
- 2001 - Richard Reid reyndi að kveikja í American Airlines flugi 63 með sprengiefni sem hann hafði falið í skóm sínum.
- 2012 - Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, leysti ítalska þingið upp og boðaði til kosninga.
- 2014 - Beji Caid Essebsi varð forseti Túnis.
- 2015 - Bandaríska geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst að lenda eldflaug af gerðinni Falcon 9 sem þar með varð fyrsta endurnýtanlega eldflaugin sem farið hafði á braut um jörðu og lent.
- 2016 - Rannsókn leiddi í ljós að bóluefnið VSV-EBOV reyndist koma í veg fyrir ebólusmit í 70-100% tilfella.
- 2017 - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti hertar viðskiptaþvinganir gagnvart Norður-Kóreu með 15 atkvæðum gegn engu.
- 2018 - Flóðbylgja gekk yfir Sundasund í Indónesíu með þeim afleiðingum að 430 fórust.
- 2018 - Ríkisstjórn Bandaríkjanna hætti starfsemi vegna deilna um múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 244 - Diocletianus, Rómarkeisari (d. 312).
- 1639 - Jean Racine, franskt leikskáld (d. 1699).
- 1641 - Anthonie Heinsius, hollenskur stjórnmálamaður (d. 1720).
- 1840 - Eymundur Jónsson, íslenskur bóndi (d. 1927).
- 1848 - Ulrich von Wilamowitz-Moellendorff, þýskur fornfræðingur (d. 1931).
- 1856 - Frank B. Kellogg, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels (d. 1937).
- 1858 - Giacomo Puccini, ítalskt tónskáld (d. 1924).
- 1869 - Alfred Edward Taylor, breskur heimspekingur (d. 1945).
- 1887 - Srinivasa Ramanujan, indverskur stærðfræðingur (d. 1920).
- 1905 - Stefán Jónsson, íslenskur rithöfundur og kennari (d. 1966).
- 1907 - Peggy Ashcroft, ensk leikkona (d. 1991).
- 1912 - Lady Bird Johnson, forsetafrú Bandaríkajanna.(d. 2007).
- 1922 - Jim Wright, bandarískur stjórnmálamaður (d. 2015).
- 1928 - Fredrik Barth, norskur félagsvísindamaður (d. 2016).
- 1959 - Bernd Schuster, þýskur knattspyrnumaður og þjálfari.
- 1962 - Ralph Fiennes, enskur leikari.
- 1967 - Dan Petrescu, rúmenskur knattspyrnumaður, spilaði með Chelsea F.C..
- 1973 - Traci Dinwiddie, bandarísk leikkona.
- 1979 - Darri Ingólfsson, íslenskur leikari.
- 1984 - Basshunter, sænskur plötusnúður og lagahöfundur.
- 1989 - Jordin Sparks, bandarísk söngkona, sigurvegari 6. þáttaraðar American Idol.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 69 - Vitellius Rómarkeisari (f. 15).
- 1115 - Ólafur Magnússon, Noregskonungur (f. 1099).
- 1603 - Memeð 3. Tyrkjasoldán (f. 1566).
- 1880 - George Eliot (Mary Anne Evans), enskur rithöfundur (f. 1819).
- 1943 - Beatrix Potter, enskur barnabókahöfundur (f. 1866).
- 1977 - Ragnheiður Jónsdóttir Ream, íslensk myndlistarkona (f. 1917).
- 1989 - Samuel Beckett, írskt leikritaskáld (f. 1906).
- 2014 - Joe Cocker, enskur rokk- og blússöngvari. (f. 1944)
Hátíðis- og tyllidagar
[breyta | breyta frumkóða]- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Gáttaþefur til byggða þennan dag.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 22. desember.
- ↑ „Vísindavefurinn“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. apríl 2011. Sótt 21. desember 2008.