Columbia Records
Columbia Records | |
---|---|
Móðurfélag | Sony Music Entertainment |
Stofnað | 15. janúar 1889 | (sem Columbia Phonograph Company)
Stofnandi | Edward D. Easton |
Dreifiaðili | Sony Music Entertainment |
Stefnur | Mismunandi |
Land | Bandaríkin |
Höfuðstöðvar | New York, New York |
Vefsíða | columbiarecords.com |
Columbia Records er bandarísk tónlistarútgáfa í eigu Sony Music Entertainment. Hún var stofnuð 15. janúar 1889 sem gerir það að elsta félaginu í upptökubransanum,[1] og því næst stærsta í framleiðslu platna.[2] Frá 1961 til 1991 voru hljómplötur utan Norður-Ameríku gefnar út undir nafninu CBS Records til að koma í veg fyrir rugling á Columbia Graphophone Company, sem var í eigu EMI. Columbia er eitt af aðal fjóru félögunum undir Sony Music. Hin verandi Arista Records, Epic Records og RCA Records sem er fyrrum samkeppnisaðili þess.
Nokkrir listamenn og hljómsveitir sem hafa unnið með Columbia eru m.a. AC/DC, Adele, Aerosmith, Louis Armstrong, Leonard Bernstein, Beyoncé, David Bowie, Mariah Carey, Johnny Cash, The Chainsmokers, The Chicks, The Clash, Tyler, the Creator, Leonard Cohen, Miles Davis, Doris Day, Neil Diamond, Céline Dion, Bob Dylan, Duke Ellington, Billie Holiday, Billy Joel, Janis Joplin, George Michael, Willie Nelson, Pink Floyd, Iggy Pop, Frank Sinatra, Simon & Garfunkel, Bruce Springsteen, Barbra Streisand, Andy Williams, auk fjölda annarra.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „125 Years of Columbia Records - An Interactive Timeline“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. nóvember 2017. Sótt 8. nóvember 2016.
- ↑ „Emile Berliner and the Birth of the Recording Industry: The Gramophone“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6 nóvember 2016. Sótt 8. nóvember 2016.