Fara í innihald

Erkiengill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Erkiengillinn Mikael treður á Kölska.

Erkiengill er hafinn yfir eða máttugri en venjulegir englar. Þeir birtast í mörgum trúarhefðum þar á meðal í zóróastratrú, gyðingdómi, kristni, og íslam.

Orðið 'erkiengill' kemur af grísku orðunum arche (sá sem ræður eða upphaf) og angelos (sendiboði).


Í gyðingdómi

[breyta | breyta frumkóða]

Það er hvergi beinlínis talað um erkiengla í kanónískum textum hebreisku bilíunar (sem í kristnu samhengi samsvarar að mestu því sem kallað er Gamla testamentið). Englar eru reyndar einnig sjaldgjæfir nema í yngri textum eins og Daníel (9:21; 12:1). Elsta umtölun um erkiengla eru í Esrabók 4.36).

Í rabbínískri hefð og Kabbala eru erkienglarnir oftast sjö að tölu: Mikael, Rafael, Gabríel, Úríel, Saríel, Ragúel, og Remíel.

Nýja testamentið nefnir engla á fáum stöðum og erkiengla einungis á tveimur, Mikael í Júdasarbréfi 1.9, og í fyrsta Þessaloníkubréfi 4:16, þar sem segir að "(erkiengils) höfuðengils raust" muni hljóma við endurkomu Krists. Öfugt við það sem oft er haldið er Gabríel aldrei nefndur 'erkiengill' í Guðspjöllunum.

Í seinni tíma kristinni hefð eru hins vegar þrír erkienglar: Mikael, Gabríel, Rafael (Úríel er stundum álitinn vera sjá fjórði).

Einning er Satan á stundum álitinn fallinn erkiengill og er þá upprunalegt nafn hans Lúsifer.

Sumir mótmælendur álíta einungis Mikael vera erkiengil vegna þess að hann er einn nefndur í Biblíunni. En yfirleitt hefur áhugi mótmælenda á erkienglum verð heldur lítill.


Vottar Jehóva (sem af mörgum öðrum söfnuðum ekki teljast kristnir) trúa því að Jesús hafi verið erkiengillinn Mikael í endurbornu formi. Séð frá þessu sjónarhorni er Mikael fyrsta og merkasta sköpun Guðs.

Í íslam eru erkienglarnir sjö að tölu: Mikael, Gabríel eða Jíbril (sem kom með Kóraninn til Múhammeðs), Azrael (engill dauðans), Ísrafel (erkiengillinn sem blæs í lúðurinn á dómsdegi), Malik (sem hefur umsjón með Helvíti) ásamt Munkar og Nakir (sem spyrja sálir hinna dauðu um líf þeirra fyrir dauðan). Hvorki Ísrafel né Azrael er nefndir í Kóraninum.