Harry Potter og viskusteinninn
Höfundur | J. K. Rowling |
---|---|
Upprunalegur titill | Harry Potter and the Philosopher's Stone |
Þýðandi | Helga Haraldsdóttir |
Land | Bretland |
Tungumál | Enska |
Ritröð | Harry Potter |
Útgefandi | Bloomsbury Bjartur (á Íslandi) |
Útgáfudagur | 26. júní 1997 |
Síður | 223 (fyrsta útgáfa) |
ISBN | ISBN 9789935500465 |
Framhald | Harry Potter og leyniklefinn |
Harry Potter og viskusteinninn er fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter eftir J.K. Rowling. Bókin kom út á íslensku árið 1999 en heitir á frummálinu Harry Potter and the Philosopher's Stone og kom út árið 1997 í Bretlandi. Bókaútgáfan Bjartur gaf bókina út á Íslandi.
Kvikmynd eftir bókinni var frumsýnd árið 2001. Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emma Watson fóru með aðalhlutverkin.
Sagan fjallar um galdrastrákinn Harry Potter sem býr hjá Vernon og Petunia Dursley frændfólki sínu. Sonur Vernon og Petunia heitir Dudley og kemur illa fram við Harry. Dudley er dekraður og leiðinlegur og þarf Harry að sofa í skáp undir stiganum. Yfir árin fékk Harry mörg bréf í pósti en Dursley hjónin földu þau frá Harry og sögðu honum ekki að hann væri galdrakarl. Þegar Harry varð ellefu ára kom galdrakarlinn Hagrid og fór með hann til Hogwarts, skóla galdra og seiða. Þar kemst Harry um ævi sína. Hann fréttir um Voldemort, öflugan, illan galdramann sem drap foreldra Harrys. Harry kemst á sporið um viskusteinin, steinn sem gefur manni eilíft líf. Hann heldur að Voldemort ætli að stela honum og fer að leita að honum sjálfur. Þegar hann finnur steinin er Voldemort þegar þar. Voldemort yfirbugar Harry en Dumbledore, skólastjóri Hogwarts, bjargar honum á síðustu stundu. Bókin endar á því að Harry fer aftur til ættingja sinna í sumarfrí.
Gerð bókarinnar
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1990 langaði J. K. Rowling, höfund bókarinnar, að flytja inn með kærasta sínum í íbúð í Manchester: „eina helgi eftir að ég var búin að vera leita að íbúð, tók ég lest aftur til London alein og allt í einu datt mér hugmyndina á bakvið Harry Potter... Mjór, lítill, svarthærður strákur og mér fannst hann alltaf verða meiri og meiri galdramaður... Ég byrjaði að skrifa 'Viskusteinin' það kvöld. Reyndar eru fyrstu blaðsíðurnar sem ég skrifaði ekki nálægt því lík því sem það varð að.“[1] Þegar móðir Rowling lést var hún sorgmædd og færði þannig eigin sárindi yfir á munaðarleysingjann Harry.[1] Eftir fæðingu fyrsta barns hennar, Jessicu, sendi hún fyrstu kaflana sína, fann umboðsmann í annarri tilraun, og árið 1996 fékk hún söguna samþykkta af Bloomsbury, sem gaf bókina út árið eftir.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Byrjunin
[breyta | breyta frumkóða]Bókinn byrjar á því að Galdraheimurinn er að halda upp á það að Voldemort sé fallinn, sem er vondur, kraftmikill galdramaður. Eftir að hann drap Lily Potter og James Potter, reynir Voldemort að myrða eins árs son þeirra, Harry Potter. Bölvunin snerist gegn Voldemort og eyðilagði líkama hans. Þá skildi hún eftir eldingarlaga ör á enninu á Harry. Harry er settur í fóstur hjá ættingjum sem eru muggar (ekki galdramenn), Dursley-fjölskyldunni.
Næst hefst frásögnin rétt fyrir 11 ára afmæli Harrys. Þá hafði Dursley-fjölskyldan leynt honum því að hann væri galdramaður. Rubeus Hagrid, starfsmaður Hogwartskóla, færir honum bréf um að honum hafi veitt skólavist í skólanum. Harry fréttir það hjá Hagrid að hann sé galdramaður og byrjar í skólanum mánuði síðar. Í Hogwarthraðlestinni hittir hann verðandi vini sína í fyrsta skipti, þau Ron Weasley og Hermione Granger.
Koma til Hogwart
[breyta | breyta frumkóða]Nýnemar í Hogwart þurfa að láta flokka sig við komuna en flokkunarhatturinn sér um það. Harry, Ron og Hermione fara öll í Gryffindor-heimavistina á meðan aðal fjendur þeirra, Draco Malfoy, Crabbe og Goyle fara í Slytherin. Jafnframt kemst Harry í Quidditch-lið heimavistar sinnar, og verður þar með yngsti leitari í meira en öld.
Stuttu eftir að skólinn hefst uppgötvast að brotist hefur verið inn í Gringott, galdrabankann. Einnig uppgötvar þríeykið í Gryffindor að hinn þríhöfða hundur Hnoðri (e. Fluffy) gætir hlera á hinni forboðnu þriðju hæð.
Grunsemdir
[breyta | breyta frumkóða]Kústurinn hans Harrys var undir álögum í fyrsta Quidditch-leiknum, með þeim afleiðingum að hann hentist næstum af. Hermione trúir því að Severus Snape, sem kennir töfra- og seiðdrykkjagerð, hafi sett álög á kústinn og til að reyna beina athygli hans frá Harry og kveikti í skikkjunni hans, og það virkaði þannig að Harry náði gullnu eldingunni og vann leikinn fyrir Gryffindor.
Á jólunum fær Harry huliðsskikkju föður sína frá ónefndum aðila. Hann uppgötvar líka spegil hinstu þráar, skrýtinn spegil sem sýnir ekki bara Harry, heldur Harry umkringdan allri fjölskyldu sinni. Stuttu eftir það fær Harry að vita að Nicolas Flamel er maðurinn sem bjó til viskusteininn, stein sem gefur eilíft líf.
Harry sér Snape yfirheyra Quirrell prófessor, kennara í vörnum gegn myrku öflunum, hvernig á að komast fram hjá Hnoðra, sem sannfærir Harry, Ron og Hermione að Snape sé að reyna stela steininum til að Voldemort komist aftur til valda. Þríeykið kemst að því að Hagrid „ættleiddi“ drekaegg, og stuttu seinna klekst úr því drekaunginn Norbert. Úr því að ræktun þessarar drekategundar er bönnuð sannfæra krakkarnir Hagrid um að láta Charlie, eldri bróður Ron sem er drekahirðir, um haldið á Norbert og þannig getur hann umgengist aðra dreka. Harry og Hermione er refsað fyrir að vera úti með eftirsetu hjá Hagrid í forboðna skóginum. Harry sér hettuklædda veru drekka blóð úr særðum einhyrningi. Kentárinn Flórens segir Harry að þessi vera sé í rauninni Voldemort.
Viskusteinninn
[breyta | breyta frumkóða]Hagrid segir Harry, Ron og Hermione hvernig á að komast framhjá Hnoðra og þau flýta sér að segja Dumbledore hvað þau vita, en hann er ekki við. Þau voru alveg viss um að Dumbledore hafi verið lokkaður út úr skólanum á meðan til að Snape gæti stolið steininum. Þríeykið ákveður að vera á undan að ná í steininn. Þau þurfa að komast framhjá mörgum galdra-hindrunum, t.d fljúgandi lyklum, risa-galdratafli og fleira. Harry er eini sem heldur áfram og finnur þar Quirrell prófessor, en ekki Snape, sem er á eftir steininum. Síðasta hindrunin er Draumaspegillinn. Quirrell neyðir Harry til að finna steininn en hann dettur í vasa hans. Voldemort, sem hafði vald á Quirrell, sýndi sig þá aftan í hnakka hans og reynir að ráðast á Harry sem sleppur. Dumbledore birtist í tæka tíð, Voldemort flýr en Quirrell deyr.
Lok bókar
[breyta | breyta frumkóða]Dumbledore staðfestir fyrir Harry að móðir hans dó þegar hún reyndi að vernda Harry fyrir Voldemort, þegar hann var lítill. Ást hennar á Harry var svo sterk og hrein að hún gerði gamla galdravörn fyrir Harry á móti bölvunum Voldemort. Dumbledore útskýrir líka að viskusteinninn var eyðilagður til þess að forða framtíðarvandamálum eins og þessum. Hann segir Harry að aðeins þeir sem vildu steininn til að verja hann en ekki til að nota hann mundu ná honum úr speglinum, það er ástæðan fyrir að Harry náði steininum.
Á endanum á fyrsta ári Harrys, reynist Harry hetja og Dumbledore gefur honum fá „síðustu-mínútu-stig“ og Ron, Hermione og Neville, svo að Gryffindor vinnur heimavistarbikarinn, og þar með endar sigurganga Slytherin sem hafði unnið síðustu 6 árin
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Interview with JK Rowling, Author of Harry Potter“. www.hilary.com. Sótt 21. júlí 2008.