Hjólaskál
Hjólaskál er sá hluti ökutækis sem umlykur hjólið. Helsti tilgangur þess er að koma í veg fyrir að sandur, mold, steinar, vökvar og annað rusl á vegum kastist upp í loftið við snúning dekksins. Hjólaskálar eru stífar og geta skemmst við snertingu við yfirborð vegarins. Í stað þeirra eru aurbretti notuð nær jörðu þar sem snerting er möguleg.
Klístruð efni eins og mold geta fest sig við ytra yfirborð dekksins, á meðan fínir lausir hlutir eins og steinar geta orðið tímabundið fastir í mynstri dekksins á meðan dekkið snýst á jörðinni. Þessi efni geta skotist frá yfirborði dekksins á miklum hraða, þar sem dekkið gefur frá sér hreyfiorku til hlutana sem hafa fest sig við það. Til þess að ökutæki geti farið áfram verður efsti hluti dekksins að snúast upp og áfram og getur hent hlutum upp í loft á önnur ökutæki eða vegfarendur fyrir framan ökutækið.