Hungurleikarnir (kvikmynd)
Hungurleikarnir | |
---|---|
The Hunger Games | |
Leikstjóri | Gary Ross |
Handritshöfundur | Gary Ross Suzanne Collins Billy Ray |
Byggt á | Hungurleikunum eftir Suzanne Collins |
Framleiðandi | Nina Jacobson Jon Kilik |
Leikarar | Jennifer Lawrence Josh Hutcherson Liam Hemsworth Woody Harrelson Elizabeth Banks Lenny Kravitz Stanley Tucci Donald Sutherland |
Kvikmyndagerð | Tom Stern |
Klipping | Stephen Mirrione Juliette Welfling |
Tónlist | James Newton Howard |
Fyrirtæki | Color Force |
Dreifiaðili | Lionsgate |
Frumsýning | 12. mars 2012 |
Lengd | 142 mínútur |
Land | Bandaríkin |
Tungumál | Enska |
Ráðstöfunarfé | 78 milljónir Bandaríkjadala |
Heildartekjur | 695,2 milljónir Bandaríkjadala |
Framhald | Hungurleikarnir: Eldar kvikna |
Hungurleikarnir (enska: The Hunger Games) er bandarísk kvikmynd frá árinu 2012. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Suzanne Collins.
Kvikmyndin var frumsýnd 23. mars 2012 og er í þriðja sæti yfir bestu frumsýningarhelgi allra tíma en aðeins The Dark Knight og Harry Potter og dauðadjásnin, seinni hluti hafa átt betri opnunarhelgi.
Leikstjóri myndarinnar er Gary Ross. Handritið skrifuðu Gary Ross, Suzanne Collins og Billy Ray. Framleiðendur myndarinnar eru Nina Jacobson og Jon Kilik. Leikarar í aðalhlutverkum eru Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson, Liam Hemsworth, Woody Harrelson, Elizabeth Banks og Donald Sutherland. Myndin er blanda af drama, spennu og vísindaskáldskap.
Sagan á sér stað í óskilgreindi framtíð í landinu Panem, samanstendur af ríku borginni, Kapítal sem er umkringd 12 fátækum umdæmum. Sem refsing fyrir uppreisn gegn ríkisstjórninni, hóf Kapítal Hungurleikana, sem er árlegur viðburður og er sjónvarpaður beint. Einn strákur og ein stelpa frá hverju umdæmi eru dregin út í lottói og neydd til að taka þátt í leikunum þar til ein manneskja stendur eftir sem sigurvegari. Þegar aðalpersóna sögunnar, Katniss Everdeen heyrir nafn yngri systur sinnar dregið úr lottóinu, býður hún sig fram til að vera þátttakandi á leikjunum og bjargar þannig systur sinni frá því að keppa. Peeta Mellark er einnig dreginn úr lottóinu og saman ferðast þau til Kapítal til að undirbúa sig fyrir Hungurleikana undir leiðsögn fyrri keppanda Haymitch Abernathy.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Hungurleikarnir eiga að gerast í óskilgreindri framtíð eftir að núverandi þjóðir Norður Ameríku hafa orðið að engu og í stað þeirra hefur myndast alræðisríki sem kallast Panem. Panem, samanstendur af ríku borginni, Kapítal sem er umkringd 12 fátækum umdæmum. Sem refsing fyrir uppreisn gegn ríkisstjórninni, eru einn strákur og ein stelpa á aldrinum 12 – 18 ára valin frá hverju umdæmi í gegnum lottó (þekkt sem „Reaping“) sem þátttakendur í hinum árlegu Hungurleikum. En þetta er atburður sem á sér stað á leikvangi þar sem þátttakendur verða að berjast upp á líf og dauða, þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Leikvanginum er stjórnað af Kapítal. Katniss Everdeen, sextán ára stelpa frá umdæmi 12, býður sig fram til að taka þátt á 74. Hungurleikunum í stað yngri systur sinnar, Primrose. Peeta Mellark, sonur bakara sem eitt sinn gaf Katniss brauð þegar fjölskylda hennar var að svelta, er einnig valinn úr lottóinu.
Katniss og Peeta eru tekin til Kapítal. Þar mun drykkfelldi lærifaðir þeirra, fyrrum keppandi og sigurvegari Haymitch Abernathy leiðbeinir þeim að horfa á og læra hæfileika hinna þátttakenda, sérstaklega „Careers“, þau koma frá umdæmum 1 og 2, en það eru ríkustu umdæmin fyrir utan Kapítal og hafa þau verið þjálfuð frá fæðingu til þess að taka þátt á leikunum. Í viðtali sem tekið var fyrir leikana með sjónvarpsmanninum Caesar Flickermann, tjáir Peeta óvænt tilfinningar sínar fyrir Katniss. Katniss verður reið og heldur því fram að þetta sé brella til að ná mikilvægum stuðningi áhorfenda en þeir mega „styrkja“ keppendur með gjöfum, eins og mat, lyfjum og verkfærum. Leikarnir hefjast og helmingur þátttakenda er drepinn strax á fyrsta degi en Katniss er vel þjálfuð í því að veiða sér til matar og að lifa af. Peeta myndir bandalag með „Careers“, sem samanstanda af Cato, Clove, Marvel og Glimmer til að ná Katniss og elta hana inn í skóginn. Katniss þróar bandalag með keppanda frá umdæmi 11, Rue, sem bendir henni á erfðabreytt býflugnabú sem Katniss notar til að drepa Glimmer. En bandalagið er þó stutt, Rue er drepinn af Marvel, sem Katniss drepur seinna meir. Katniss er með Rue á meðan hún er að deyja, síðan dreifir hún blómum yfir líkið sem tákn fyrir virðingu. Þegar þessi atburður er sýndur í sjónvarpinu, myndast mótmæli og uppþot í umdæmi 11.
Katniss og Peeta mynduðu „sviðsett samband“ og framleiðendur leikjanna reyna að forðast frekari uppþot — reglu er breytt og tilkynnt þegar leikarnir eru hálfnaðir, að tveir þátttakendur frá sama umdæmi geta unnið leikana sem par. Eftir að hafa heyrt þetta fer Katniss að leita af Petta og finnur hann særðan af sverði Catos. Meðan Katniss hjúkrar Peeta lýsir hún því yfir að hún sé yfir sig ástfangin af Peeta til að fá stuðning frá áhorfendum. Þegar Katniss reynir að sækja lyf fyrir Peeta ræðst Clove á hana. Allt í einu kemur Thresh og drepur Clove, í minningu Rue. „Foxface“ deyr fyrir slysni þegar hún borðar eitruð ber frá Peeta, sem vissi ekki einu sinni að þau væru eitruð. Slatti af grimmum skepnum sem líkjast hundum er sleppt, sem leiðir til þess að Thresh deyr og neyðir það Katniss og Peeta að „Cornucopia“, þar sem þau lenda í Cato. Eftir mikinn bardaga skýtur Katniss Cato með ör til að bjarga lífi Peeta. Cato fellur niður til skepnanna og þá skýtur Katniss hann aftur til að stytta honum biðina. Þá ákveða framleiðendurnir að afturkalla reglubreytinguna sem tilraun til að þvinga Katniss og Peeta í stórkostlegt einvígi, þar sem annað hvort þeirra þarf að deyja svo að það verði einn sigurvegari. Katniss trúir því að framleiðendurnir vilji frekar hafa tvo sigurvegara en engan. Hún tekur fram eitruðu berin og gefur Peeta skammt. Framleiðendurnir hugsa að Katniss og Peeta ætli að fremja sjálfsvíg og tilkynna að þau séu bæði sigurvegarar 74. Hungurleikanna.
Þótt að Katniss fái höfðingjalegar móttökur í Kapítal er hún vöruð við því af Haymitch að hún sé nú orðin pólitískur óvinur eftir slíka opinbera óvirðingu í garð leiðtoga landsins og samfélags síns. Þegar Katniss og Peeta koma aftur til umdæmis 12 íhugar Snow forseti hvað skuli gera í sambandi við sameiginlega sigurvegara og tilfinninga um uppreisn sem þau kunna að hafa hvatt til.
Mannleg reisn
[breyta | breyta frumkóða]Í myndinni sést að ríkisstjórnin hefur enga siðfræði, ekkert siðferði og enga reisn.[heimild vantar] Eina manneskjan sem sýnir reisn kemur frá umdæmi 12, Katniss Everdeen. Hún nýtur sín í náttúrunni og virðir lífið. Á meðan aðrir þátttakendur í Hungurleikunum eru drepnir í kringum hana sýnir hún þeim virðingu með því að gefa þeim smá greftrunar athöfn. Hún tekur aðeins líf ef það er síðasta úrræðið en þrátt fyrir það er hún fljót að bregðast við í sjálfsvörn og hún er viljug til að drepa aðra ef þeir ætla sér að drepa hana.
Þetta sýnir grundvöll af mannréttindum til sjálfsvarnar. Þegar það er ráðist á okkur höfum við rétt til að halda okkar striki og svara fyrir okkur eins og hún gerir nokkrum sinnum í gegnum myndina. Með því að gera þetta bjargar hún lífi sínu og sýnir ríkistjórninni að þau geta ekki stjórnað henni.
Þessi styrkur sést vel í enda leiksins, þegar hún og Peetar eru þau einu eftirlifendurnir. Ríkisstjórnin breytir þar með reglunum og hvetur þau til að drepa hvort annað svo það verði aðeins einn sigurvegari. En í stað þess að taka þessum skipunum, ákveða þau að borða eitruðu berin saman til að sýna áhorfendum heimsins að ríkisstjórnin fái ekki það frelsi að ráða hver deyr og hver lifir og það að jafnvel þræll ræður hvenær hann endar sitt eigið líf, óháð kúgandi ríkisstjórn.
Allt í einu stöðvar ríkisstjórnin leikinn áður en þau tvö gátu borðað berin og tilkynna þau bæði sem sigurvegara. Þetta var síðasta tilraun þeirra til að sýna að enginn réði yfir lífi þeirra né styrk til að enda þeirra eigin líf, vegna þess að þessi tjáning um vald einstaklingsins myndi niðurlægja ríkisstjórnina.
Á meðan myndinni (og bókinni), er ríkisstjórnin með þráhyggju um kúgun fólks, neitar þeim mat og fjármagn og framkvæmir hugarleiki gegn þeim sem taka hugrekki þeirra og sannfæra þá um að þeir hafa ekkert persónulegt vald.[1]