Fara í innihald

Mið-Evróputími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir tímabelti í Evrópu. Mið-Evróputími er litaður rauður.

Mið-Evróputími (skammstafaður CET, MET eða MEZ) er staðaltími sem er einni klukkustund á undan samræmdum heimstíma (UTC) og er því oft skrifaður UTC+01:00. Stór hluti Evrópu og nokkur Norður-Afríkulönd nota þennan staðaltíma. Hann er líka þekktur sem til dæmis Berlínartími, Rómartími eða Brusseltími. Öll löndin sem nota Mið-Evróputíma skipta yfir í sumartíma sem þá verður UTC+02:00.

15. lengdargráða gengur gegnum miðju tímabeltisins. Í Vestur-Afríku er UTC+01:00 kallaður Vestur-Afríkutími (WAT).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.