Fara í innihald

Obláta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Obláta er altarisbrauð sem er búið til úr ósýrðu hveitimjöli[1] og er borið fram á patínu. Við altarisgöngur er lagður dúkur yfir diskinn (og kaleikinn) sem nefnist korpóralsdúkur. Til að búa til oblátur voru áður fyrr notaðar baksturstangir eða bakstursjárn. Geymsluílátið undir obláturnar var nefnt huslker, oblátubaukur eða guðslíkamahús. Ekki má rugla oblátu saman við manna.

  1. Árni Böðvarsson (1982). Íslenzk orðabók. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. bls. 478.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.