Skjaldarmerki Austurríkis
Útlit
Skjaldarmerki Austurríkis sýnir svartan örn sem horfir til vinstri. Slitnir hlekkir eru á báðum fótum en klærnar halda á hamri og sigð. Á brjóstinu er þjóðfáninn í skjaldarformi og á höfðinu kóróna í formi borgarmúrs. Örninn var merki hins heilaga rómverska keisaradæmis, en Austurríki var hluti af því fram í byrjun 19. aldar. Sigðin merkir bændurna. Hamarinn merkir vinnuaflið. Kórónan merkir borgarana. Eins og áður segir var örninn í aldaraðir merki hins heilaga rómverska keisaradæmis og þar með Austurríkis en núverandi arnarmerki var tekið upp 1919, við upplausn austurrísk-ungverska sambandsríkisins. Árið 1945 var slitnu hlekkjunum bætt við en þeir merkja sigur yfir einræðisstjórn nasista á tímum heimsstyrjaldarinnar síðari.