Sviffluga
Útlit
Sviffluga er loftfar sem svífur án þess að vera knúið áfram með hreyfli. Svifflugur eru dregnar á loft annað hvort af spili eða flugvél. Í spiltogi getur sviffluga náð 250-350 m. hæð en í flugtogi er svifflugan yfirleitt dregin í 500-600 metra hæð. Sviffluga getur haldist lengi á lofti ef nægilegt uppstreymi er. Algengt er að svifflug hérlendis vari í 2 - 3 klukkustundir en met í þolflugi á Íslandi er rúmar 16 klukkustundir.