31. júlí
Útlit
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
31. júlí er 212. dagur ársins (213. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 153 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 432 - Sixtus 3. páfi tók við embætti.
- 768 - Filippus mótpáfi var páfi í einn dag.
- 1224 - Eiríkur hinn smámælti og halti var krýndur konungur Svíþjóðar.
- 1280 - Árni biskup gaf Mikaelsklaustri í Björgvin Nikulásarkirkjuna í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum.
- 1396 - Ísabella af Valois, sex ára dóttir Karls 6. Frakkakonungs, giftist Ríkharði 2. Englandskonungi (29 ára) og var hjónabandið hluti af vopnahléssamningi milli Frakklands og Englands.
- 1423 - Hundrað ára stríðið: Englendingar unnu sigur á Frökkum í orrustunni við Cravant.
- 1492 - Gyðingar voru reknir frá Spáni. Á milli 40.000 og 200.000 gyðingar yfirgáfu landið. Þegar Bajesíð 2., soldánn Ottómanaveldisins, frétti af brottrekstrinum sendi hann flota sinn til að flytja þá burt og fóru margir til Þessalóníku og Smyrnu í Ottómanaveldinu.
- 1655 - Rússnesk-pólska styrjöldin (1654-1667): Rússneskur her lagði Vilnius undir sig.
- 1667 - Öðru stríði Englands og Hollands lauk með Breda-sáttmálanum.
- 1703 - Daniel Defoe var settur í gapastokk fyrir háðsbækling gegn breskum íhaldsmönnum.
- 1815 - Norðmenn samþykktu ríkjasamband við Svíþjóð. Landið varð þó ekki hluti af sænska ríkinu eins og Finnland hafði verið.
- 1920 - Sala á getnaðarvörnum var bönnuð í Frakklandi.
- 1927 - Erlingur Pálsson sundkappi synti úr Drangey til lands, svokallað Grettissund. Ekki er vitað til að nokkur maður hafi leikið þetta eftir Gretti áður. Sund hans tók 4 klukkustundir og 25 mínútur.
- 1932 - Nasistaflokkurinn varð stærsti flokkurinn á þýska þinginu, Reichstag, og hlaut 37% atkvæða.
- 1935 - Tryggvi Þórhallsson bankastjóri Búnaðarbankans lést, 46 ára að aldri.
- 1948 - Fossvogskirkja í Reykjavík var vígð.
- 1954 - Ítalskir fjallgöngumenn náðu toppi K2, næsthæsta fjalli heims.
- 1956 - Luzhniki-leikvangur í Moskvu var vígður.
- 1962 - Bandarísku kjarnorkukafbátarnir USS Skate og USS Seadragon mættust við Norðurheimskautið.
- 1969 - Páll 6. páfi kom til Entebbe í Úganda í fyrstu heimsókn páfa til Afríkulands.
- 1970 - Breska lögreglan notaði í fyrsta sinn gúmmíkúlur í átökum við kaþólska mótmælendur í Belfast á Norður-Írlandi.
- 1971 - Áhöfn Appollo 15 prófaði í fyrsta sinn tunglbifreið á tunglinu.
- 1972 - Motorman-aðgerðin hófst þegar breski herinn reyndi að komast inn í svæði í Derry, Belfast og Newry sem vopnaðir hópar héldu.
- 1972 - Þrjár bílasprengjur sprungu í Claudy í Londonderry-sýslu með þeim afleiðingum að níu létust.
- 1973 - Flugvél frá Delta Airlines fórst í lendingu í Boston með þeim afleiðingum að 89 létust.
- 1982 - Tvær rútur með skólabörn og þrír bílar lentu í árekstri við Beaune í Frakklandi með þeim afleiðingum að 53 létust, þar af 44 börn. Þetta var mesta umferðarslys í sögu Frakklands.
- 1987 - 400 pílagrímar létust í átökum milli íranskra pílagríma og öryggissveita í Sádí-Arabíu.
- 1987 - Elísabet 2. vígði léttlestarkerfið Docklands Light Railway.
- 1988 - 32 létust þegar landgangur á Abdul Halim-ferjustöðinni hrundi í Butterworth í Malasíu.
- 1991 - Börn náttúrunnar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar var frumsýnd í Stjörnubíói.
- 1991 - Rússneskir OMON-sérsveitarmenn myrtu sjö litháíska tollverði í þorpinu Medininkai.
- 1992 - Fyrsta kvenkyns glasabarnið fæddist á Íslandi, stúlka sem vó 14 merkur. Fyrsti drengurinn hafði fæðst 17. mars 1988.
- 1992 - Thai Airways International flug 311 rakst á fjallshlíð í Nepal. Allir um borð, 113 talsins, fórust.
- 1992 - China General Aviation flug 7552 hrapaði skömmu eftir flugtak í Nanjing. 108 af 116 farþegum fórust.
- 1999 - NASA lét geimkönnunarfarið Lunar Prospector brotlenda á Tunglinu.
- 2003 - Fyrsta Roverway-skátamótið hófst í Portúgal.
- 2009 - Björgólfur Guðmundsson var úrskurðaður gjaldþrota í héraðsdómi Reykjavíkur.
- 2009 – Seint um kvöld var allt tiltækt slökkvilið í Reykjavík kallað út vegna bruna á Vatnsstíg 4.
- 2009 - Olíuflutningaskipið Full City strandaði við Såstein í Noregi. Milli 50 og 200 tonn af olíu láku út.
- 2011 - Tæplega átta hundruð manns létu lífið í gríðarlegum flóðum á Tælandi.
- 2022 - England sigraði Evrópumótið í knattspyrnu kvenna 2022 með 2-1 sigri á Þýskalandi.
- 2022 - Egypski hryðjuverkamaðurinn Ayman al-Zawahiri var drepinn í loftárás á Kabúl að undirlagi Bandarísku leyniþjónustunnar.
- 2024 - Guðni Th. Jóhannesson lét af embætti forseta Íslands.
- 2024 - Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas var ráðinn af dögum í loftárás Ísraela í Íran.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1396 - Filippus 3., hertogi af Búrgund (d. 1467).
- 1527 - Maxímilían 2., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1576).
- 1800 - Friedrich Wöhler, þýskur efnafræðingur (d. 1882).
- 1809 - Thomas Story Kirkbride, bandarískur læknir (d. 1883).
- 1880 - Munshi Premchand, indverskur rithöfundur (d. 1936).
- 1893 - Fatíma Jinnah, pakistönsk stjórnmálakona (d. 1967)
- 1889 - Júlíana Sveinsdóttir, íslensk myndlistakona (d. 1966)
- 1912 - Milton Friedman, bandarískur hagfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 2006).
- 1919 - Primo Levi, ítalskur rithöfundur og efnafræðingur (d. 1987).
- 1921 - Peter Benenson, breskur lögfræðingur og einn af stofnendum Amnesty International (d. 2005).
- 1926 - Hilary Putnam, bandarískur heimspekingur (d. 2016).
- 1931 - Ivan Rebroff, þýskur söngvari (d. 2008).
- 1932 - John Searle, bandarískur heimspekingur.
- 1936 - Sæmi Rokk Pálsson, íslenskur lögreglumaður.
- 1938 - Benedikt Sveinsson, íslenskur athafnamaður.
- 1955 - Kolbrún Halldórsdóttir, íslenskur leikstjóri og stjórnmálamaður.
- 1964 - Jean-Paul Vonderburg, sænskur knattspyrnumaður.
- 1965 - J. K. Rowling, breskur rithöfundur.
- 1965 - Pat Finn, bandarískur leikari.
- 1966 - Yoshiyuki Matsuyama, japanskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Antonio Conte, ítalskur knattspyrnustjóri.
- 1971 - Elivélton, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1973 - Richart Báez, knattspyrnumaður frá Paragvæ.
- 1974 - Emilia Fox, bresk leikkona.
- 1976 - Paulo Wanchope, knattspyrnumaður frá Kosta Ríka.
- 1982 - Hayuma Tanaka, japanskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Shinzo Koroki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Loujain al-Hathloul, sádi-arabísk kvenréttindakona.
- 1989 - Zelda Williams, bandarísk leikkona.
- 1990 - Besart Abdurahimi, makedónskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1556 - Ignatius Loyola, stofnandi Jesúítareglunnar (f. 1491).
- 1784 - Denis Diderot, franskur heimspekingur (f. 1713).
- 1875 - Andrew Johnson, forseti Bandaríkjanna (f. 1808).
- 1886 - Franz Liszt, ungverskt tónskáld (f. 1811).
- 1935 - Tryggvi Þórhallsson, íslenskur bankastjóri (f. 1889).
- 1944 - Antoine de Saint-Exupéry, franskur rithöfundur (f. 1900).
- 1960 - Júlíus Havsteen, sýslumaður (f. 1886).
- 1972 - Paul-Henri Spaak, belgískur stjórnmálamaður (f. 1899).
- 1983 - Teresía Guðmundsson, norskur veðurfræðingur (f. 1901).
- 1993 - Baldvin 1. Belgíukonungur (f. 1930).
- 1997 - Bảo Đại, síðasti keisari Víetnams (f. 1913).
- 2009 - Bobby Robson, enskur knattspyrnumaður (f. 1933).
- 2022 - Bill Russell, bandarískur körfuknattleiksmaður (f. 1934).