Fara í innihald

Páskadagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
„Kristur upprisinn“, málverk eftir pólska málarann Szymon Czechowicz, málað um 1758

Páskadagur (latína: Dominica Resurrectionis Domini) er sunnudagur í páskum, en páskar eru haldnir fyrsta sunnudag eftir að tungl verður fullt næst eftir vorjafndægur.

Samkvæmt trúarhefð kristinna manna var það á sunnudeginum á páskum gyðinga sem María Magdalena og María móðir Jakobs (Markúsarguðspjallið 16. kafla) sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum. Kristnir menn halda þess vegna páskadaginn sem gleði og fagnaðardag. Jesús lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og það gerir páskana að mestu hátíð kristinna manna og forsendu kristinnar trúar.

Varast ber að rugla páskadeginum saman við pálmasunnudag (dominica de palmis) sem er næsti sunnudagur fyrir páska og er helgidagur í minningu innreiðar Jesús í Jerúsalem. Páskadagur er stundum kallaður páskasunnudagur af misgáningi, en á íslensku er löng hefð fyrir því að tala eingöngu um páskadag.

Hvenær er páskadagur

[breyta | breyta frumkóða]

Allt frá árinu 325 ber páskadaginn ætíð upp á fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir jafndægri á vori. Tunglfyllingardagur þessi er þó ekki raunveruleg tunglfylling heldur er hann reiknaður út samkvæmt ákveðinni reglu en fylgir þó oftast raunverulegri tunglfyllingu nokkuð náið.[1] Í vestrænni kristni geta páskar allra fyrst verið 22. mars og seinast 25. apríl.[2]

Annar í páskum

[breyta | breyta frumkóða]

Annar í páskum, mánudagurinn eftir páskadag, er á Íslandi helgi- og frídagur. Áður fyrr var páskadagur nefndur fyrsti páskadagur og annar í páskum annar páskadagur.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Astronomical Society of South Australia Einföld aðferð að reikna út alla páskadaga frá AD 326 til 4099.
  2. „Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 20.5.2018)