Arabíska
Arabíska (العربية) er semískt tungumál sem er upprunið á Arabíuskaganum, en breiddist yfir stærra svæði með útbreiðslu Íslams og er nú talað víðast hvar alla leið frá Marokkó til Íraks. Arabíska er eitt helsta sameiningartákn þeirra sem í dag kalla sig Araba sem eru mun fleiri en þeir sem búa á Arabíuskaganum.
Arabísku má skipta í tvennt, bókmenntaarabísku og talaða arabísku. Sú fyrrnefnda er notuð í formlegu máli af flestum fjölmiðlum og í bókum nær alls staðar þar sem arabíska er töluð og er sú arabíska sem notuð er Kóraninum. Síðarnefnda gerðin skiptist hins vegar í margar mállýskur sem talaðar eru þvert yfir svæðið. Þær eru mjög misjafnar og skiljast jafnvel ekki af þeim sem tala aðrar mállýskur.
Stafróf
[breyta | breyta frumkóða]Arabíska er skrifuð með arabíska stafrófinu, t.d. er arabíska skrifað svona á arabísku: العربية.
Málfræði
[breyta | breyta frumkóða]Í arabísku er enginn ótiltekinn greinir en tiltekni greinirinn er -al. Í talmálinu fellur ellið á tiltekna greininum oft brott en það er ætíð ritað. Arabíska hefur tvö málfræðileg kyn, karlkyn og kvenkyn. Lýsingarorð eftirsett og beygjast eftir kyni og tölu. Fleirtölusetning nafnorða er almennt óregluleg í karlkyni en regluleg í kvenkyni. 10 af hundraði karkyns nafnorða taka eftirskeytinu -ún til að mynda fleirtölu svo sem 'Múdarres' (kennari) - 'Múdarresún', 'Múhamí' (lögmaður) - 'Múhaníún', 'Múhandis' (verkfræðingur) - 'Múhandisún'. Kvenkyns nafnorð taka almennt viðskeytinu -at við myndun fleirtölu. Sagnorð beygjast í persónum, tölum og kynjum. Sögnin 'að vera' er ekki til í nútið framsöguháttar þó hana mætti finna í fornmálinu. Þannig þýðir; "Nahnú múslimí", 'við erum múslimar'.
Í arabísku beygjast sagnorð ekki í aðeins 2. tölum heldur 3. þar sem þær hafa tvítöluform.
Persónufornafn 2. p. beygist eftir kynjum. T. d. er „þú" = ka, þegar talað er við karlmann, ft. kum, en í kvk. er „þú" ki og í ft. kunna.
Tölur
[breyta | breyta frumkóða]Þeir tölustafir (0 1 2 3 4 5 6 7 8 9) og það talnakerfi sem nú er notað um allan heim kom til Evrópu í gegnum arabísku og eru tölurnar því gjarnan kallaðar arabískar tölur en í reynd eru þær upprunnar frá Indlandi og í arabísku eru tölurnar einmitt kallaðar „indverskar tölur“. Arabíska er rituð frá hægri til vinstri líkt og hebreska, en tölur eru aftur á móti ritaðar frá vinstri til hægri.
Arabískar Tölur
[breyta | breyta frumkóða]1
2
3
4
5
6
7
8
9
10